Frumkvöðullinn leggur mikið upp úr andlegri og líkamlegri heilsu. Hann birtir reglulega færslur á Instagram þar sem hann deilir þeim hluta af lífi sínu, eins og hvernig hann endar daginn á hugleiðslu og dagbókarskrifum, eða hvaða bækur breyttu sýn hans á lífið.
Í nýjustu færslunni útskýrir hann hvernig hann nær góðum svefni:
1. Notaðu nuddrúllu fyrir svefninn.
2. Skrifaðu í þakklætisdagbók.
3. Taktu inn rétt bætiefni fyrir svefn.
4. Hættu að borða tveimur tímum fyrir svefn.
5. Settu á þig gleraugu sem blokka blátt ljós tveimur tímum fyrir svefn.
6. Gerðu allt klárt fyrir næsta dag (eins og föt).
7. Vaknaðu á svipuðum tíma á hverjum degi.
8. Notaðu bara rúmið til að sofa (og njóta ásta).
Einn fylgjandi hans skrifaði við færsluna: „Bíddu þangað til þú færð börn gamli minn.“
„Hlakka til að aðlaga rútínuna mína að því þá,“ svaraði hann.
Horfðu á myndband Nökkva hér að neðan. Þú getur einnig fylgst með honum á Instagram með því að smella hér.
View this post on Instagram