Karlmaður er búinn að koma sér í klandur. Hann sagði konunni sem hann er að halda framhjá með að hann væri hættur að sofa hjá kærustunni sinni. En kærastan er ólétt og er bara tímaspursmál hvenær það mun komast upp um hann.
Maðurinn leitar ráða til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
„Ég er að halda framhjá með samstarfskonu á meðan kærastan mín er ólétt,“ segir hann.
„Ég laug að samstarfskonunni og sagðist vera hættur að sofa hjá kærustunni. Hún á eftir að brjálast þegar hún kemst að sannleikanum.“
Maðurinn segist elska báðar konurnar. „Ég er 30 ára, kærastan mín er 29 ára og samstarfskonan 34 ára. Ég hef verið með kærustunni minni í mörg ár, síðan við vorum í skóla, þannig ég hef ekki haft mikla reynslu undir beltinu með öðrum konum,“ segir hann.
„Þannig þegar samstarfskona reyndi við mig í jólapartýinu í fyrra þá var ég upp með mér. Ég var líka mjög drukkinn og við fórum heim til hennar og stunduðum kynlíf.“
Maðurinn segir að hann hafi ekki ætlað sér að sofa hjá konunni aftur en hann hafi ekki staðist freistinguna.
„Ég bjóst ekki við því að ég myndi byrja að bera tilfinningar til hennar en ég gerði það. Allt fór í rugl í síðustu viku þegar kærastan mín tilkynnti mér að hún væri ólétt. Það var ekki planað en ég var svo hamingjusamur. Mig hefur alltaf langað að verða pabbi. Hún hefur ekki hugmynd um framhjáhaldið. Ég veit að ef hún kemst að því þá mun hún fara frá mér og það verður örugglega erfitt fyrir mig að hitta barnið mitt,“ segir hann.
„Hjásvæfan heldur að ég og kærastan mín séum við það að hætta saman. Ég veit ég get ekki haldið í báðar konurnar og eignast barn, en ég er hræddur um að missa þau öll. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“
„Hugsaðu vel og vandlega hvað þig langar. Ef þú elskar kærustuna þína þá skaltu slíta sambandinu við samstarfskonuna. Það er undir þér komið hvort þú segir kærustunni frá framhjáhaldinu eða ekki, en hafðu í huga að hún er ólétt og auka stress hjálpar ekki,“ segir hún.
„En ef þú vilt frekar vera með samstarfskonunni, þá geturðu ekki verið með kærustunni þinni bara því hún er að eignast barnið þitt. Það er ekki sanngjarnt, hvorki fyrir hana eða barnið ykkar.“