Dr. Karan Rajan er skurðlæknir í Bretlandi og er einnig vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok, með yfir fimm milljónir fylgjenda.
Í nýlegu myndbandi útskýrir hann hvernig er best að hafa hægðir. Þetta snýst allt um stellinguna en það er ekki eðlilegt fyrir mannslíkamann að kúka sitjandi.
Það er best að hafa eitthvað undir fótunum, lítinn fótaskemil fyrir framan klósettið, og halla sér fram.
En hvað ef þú þarft að hafa hægðir á baðherbergi þar sem er enginn fótaskemill? Þú getur gert ýmislegt að sögn Rajan til að auðvelda þér að komast í réttu stellinguna. Þú getur rúllað upp handklæði og sett undir fæturna eða þú getur sett hælana upp við klósettið og hallað þér fram.
Hann útskýrir þetta betur í myndbandinu hér að neðan.
@dr.karanrHuman angles @frankthefukintank♬ original sound – Dr Karan Raj