fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fjögur hundruð bætast í akademíuna eftirsóttu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Taylor Swift, söng- og leikkonan Keke Palmer og Óskarsverðlaunahafinn Ke Huy Quan eru á meðal hundruða listamanna sem var boðið í vikunni að verða meðlimir Óskarsakademíunnar (e. Academy of Motion Picture Arts and Sciences (AMPAS), en akademían sér um að kjósa Óskarverðlaunahafa árlega.

Í fréttatilkynningu á miðvikudag var greint frá því að 398 einstaklingum hefði verið boðið að ganga til liðs við akademíuna í ár, leikurum og framleiðendum sem „hafa skarað fram úr með framlagi sínu til kvikmynda.“ Á meðal annarra nafna má nefna Austin Butler, Bill Hader, Nicholas Hoult, Stephanie Hsu, Vicky Krieps, Paul Mescal og Lashana Lynch.

Frumraun Swift í leikstjórn All Too Well: The Short Film var lögð fram í flokknum besta stutt-heimildarmyndin. Lag hennar Carolina í kvikmyndinni Where the Crawdads Sing náði á stuttlistann sem besta frumsamda lagið.

Quan heillaði áheyrendur með ræðu sinni þegar hann hlaut Óskarinn sem besti aukaleikarinn í kvikmyndinni iEverything Everywhere All at Once núna í mars. 

Leikstjórum myndarinnar, Daniel Kwan og Daniel Scheinert var boðið í akademíuna í ár, auk leikaranna Selma Blair, Ram Charan og NT Rama Rao Jr., Kerry Condon og  Paul Reiser.

Hlutfall kvenna sem fá boð í ár er 40%, 34% tilheyra minnihlutahópum þegar litið er til þjóðernis og kynþáttar, og 52% eru alþjóðleg. 22 Óskarsverðlaunahafar fengu boð og 76 sem hafa fengið tilnefningu til styttunnar eftirsóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?