Söngkonan Taylor Swift, söng- og leikkonan Keke Palmer og Óskarsverðlaunahafinn Ke Huy Quan eru á meðal hundruða listamanna sem var boðið í vikunni að verða meðlimir Óskarsakademíunnar (e. Academy of Motion Picture Arts and Sciences (AMPAS), en akademían sér um að kjósa Óskarverðlaunahafa árlega.
Í fréttatilkynningu á miðvikudag var greint frá því að 398 einstaklingum hefði verið boðið að ganga til liðs við akademíuna í ár, leikurum og framleiðendum sem „hafa skarað fram úr með framlagi sínu til kvikmynda.“ Á meðal annarra nafna má nefna Austin Butler, Bill Hader, Nicholas Hoult, Stephanie Hsu, Vicky Krieps, Paul Mescal og Lashana Lynch.
Frumraun Swift í leikstjórn All Too Well: The Short Film var lögð fram í flokknum besta stutt-heimildarmyndin. Lag hennar Carolina í kvikmyndinni Where the Crawdads Sing náði á stuttlistann sem besta frumsamda lagið.
Quan heillaði áheyrendur með ræðu sinni þegar hann hlaut Óskarinn sem besti aukaleikarinn í kvikmyndinni iEverything Everywhere All at Once núna í mars.
Leikstjórum myndarinnar, Daniel Kwan og Daniel Scheinert var boðið í akademíuna í ár, auk leikaranna Selma Blair, Ram Charan og NT Rama Rao Jr., Kerry Condon og Paul Reiser.
Hlutfall kvenna sem fá boð í ár er 40%, 34% tilheyra minnihlutahópum þegar litið er til þjóðernis og kynþáttar, og 52% eru alþjóðleg. 22 Óskarsverðlaunahafar fengu boð og 76 sem hafa fengið tilnefningu til styttunnar eftirsóttu.