Leikkonan Jennifer Lawrence var á dögunum gestur í Hot Ones, sem eru vinsælir þættir á YouTube. Í þáttunum borða viðmælendur sterka vængi með umsjónarmanninum, Sean Evans, og svara áhugaverðum spurningum.
Það er óhætt að segja að leikkonan hafi átt erfitt með sterkustu vængina og láku tár niður kinnar hennar. „Mér líður eins og ég sé að deyja,“ sagði hún á einum tímapunkti.
Þátturinn hefur slegið í gegn og fengið yfir 7,3 milljónir áhorfa á tæpri viku.
Eins og áhorfendur sáu þá voru það átök fyrir Lawrence að borða sterkustu vængina, en hún hefur nú greint frá því að það voru ekki einu átökin tengd viðtalinu.
Hún sagði í samtali við Andy Cohen í Watch What Happens Live að átta mínútum eftir að tökum lauk hafi hún rokið á klósettið og ælt af öllum lífs og sálarkröftum.
#NoHardFeelings star Jennifer Lawrence says she „passionately threw up“ after filming Hot Ones. #WWHL pic.twitter.com/LR6m8pfsXK
— WWHL (@BravoWWHL) June 27, 2023