Gréta Karen hefur verið með flensu undanfarna daga og hefur því eytt meiri tíma en vanalega í rólegheitum heima, að horfa á sjónvarpið og velt ýmsu fyrir sér.
„Ég hugsa reyndar rosalega mikið, bara yfir höfuð. En ég fór að hugsa sérstaklega – og ég hef pælt í þessu í svolítinn tíma – Leonardo DiCaprio og Pete Davidson, tökum þá fyrst sem dæmi,“ segir hún í Story á Instagram.
„Þetta eru menn, sem eru ekki bara búnir að sofa hjá, það er í góðu lagi, heldur virkilega eiga kærustur í ákveðinn tíma og fá sér svo aðra kærustu og aðra kærustu og aðra kærustu. Í gríðarlega langan tíma hafa engin sambönd gengið upp hjá þessum mönnum.“
Leonardo DiCaprio er þekktur fyrir að hafa aldrei átt kærustu sem er eldri en 25 ára. Einhvern veginn slitnar alltaf upp úr sambandi hans og kærustunnar áður en hún verður 25 ára. Hér að neðan má sjá línurit af hans fyrri samböndum og aldri kvennanna.
Pete Davidson hefur deitað allar stærstu stjörnurnar í Hollywood. Meðal þeirra eru Ariana Grande, Kim Kardashian, Kate Beckinsale, Margaret Qualley, Kaia Gerber og Phoebe Dynevor.
„Ég velti fyrir mér hvað er í gangi í hausnum á þeim konum sem ákveða að deita þessa menn, vitandi þetta allt. Hugsa þær: „Ég er sú rétta, ég mun breyta honum.““
Gréta Karen segir að fyrrverandi kærustur þeirra séu allar frægar og ekki þurft á athyglinni að halda fyrir frama sinn.
„Þetta eru bara einhverjir útlenskir gaurar sem ég er að pæla í. Það eru til milljón svona gaurar og milljón svona konur, og ég pæli alltaf í nýjasta makanum. Bara þegar þú veist að aðilinn skiptir um [maka] eins og nærbuxur, hvað ertu að hugsa? Er eitthvað að gerast í hausnum á þér. Því það sama mun gerast fyrir þig, ókei?“
Gréta Karen segir að það sé ekki hægt að breyta fólki, fólk getur aðeins breytt sjálfu sér.
„En einn góður punktur, þú getur sofið hjá þessu fólki og skemmt þér. En þú þarft ekki að vera Albert Einstein til að reikna það út að [þið séuð ekki að fara að enda hamingjusöm saman], ef þú horfir á fyrri sögu. Þetta er eins og að halda að raðmorðingi muni ekki myrða aftur, það mun gerast aftur og aftur og aftur.“
Þú getur fylgst með Grétu Karen á Instagram.