fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

OnlyFans-stjarnan sem er sögð hafa pakkað Piers Morgan saman í sögulegu viðtali rýfur þögnina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. júní 2023 11:59

Piers Morgan og Elle Brooke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Elle Brooke vakti heimsathygli fyrr í júní eftir að Piers Morgan tók viðtal við hana í þættinum Piers Morgan Uncensored.

Klippa úr þættinum fór eins og eldur í sinu um netheima og hefur fengið tugi milljóna áhorfa. Brooke var í lögfræðinámi áður en hún sneri sér að OnlyFans og spurði Morgan hana hvort framtíðarbörn hennar myndu ekki vera leið vegna þessa. Hún svaraði: „Þau geta grátið í Ferrari.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Brooke var búin með tæplega tvö ár af lögfræðinámi þegar hún ákvað að loka skólabókinni og snúa sér að kynlífsverkaiðnaðinum. Hún sér alls ekki eftir því, enda hæstánægð í sínum bransa og vegnar vel.

Viðtalið hefur vakið mikla athygli og segja sumir hana hafa pakkað Morgan saman með svari sínu.

Hún skrifaði pistil fyrir The Independent þar sem hún sagði að spurningar Morgan – sem hafa verið gagnrýndar og sagðar vera „karlrembulegar“ – væru því miður ekki einsdæmi og að kynlífsverkafólk fái slíkar spurningar reglulega.

Elle Brooke.

„Margar konur hafa haft samband við mig eftir að viðtalið við Piers Morgan fór í dreifingu og mér þykir mjög vænt um það. Ég stóð með sjálfri mér og svaraði fyrir mig, og  hann gat ekki látið mig líta út fyrir að vera heimska, mér reyndar tókst að láta hann virka heimskan,“ segir hún.

„Það eru margar mýtur um OnlyFans fyrirsætur. Fólk heldur að þetta sé auðveldur peningur, en að taka myndirnar og birta þær á OnlyFans er auðveldi hlutinn. Það er markaðssetningin, að koma sér á framfæri og ljótu athugasemdirnar sem fylgja þessu sem gera þetta erfitt.

Margir halda líka að OnlyFans-stjörnur séu heimskar, en ef þið gætuð bara séð hvað þessar konur eru að þéna mikið, hvað þær eru að gera við líf sitt, hvernig þær fjárfesta peningnum sínum og hvernig þær eru að breyta lífi sínu. Þær eru ekki heimskar og margar þeirra eru með háskólagráður.“

Pistilinn má lesa hér og viðtalið í heild sinni má horfa á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram