fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Hannesína er 55 ára móðir og amma – „Þegar ég vaknaði var ég í úlpu, með rennt upp í háls og á píkunni. Já, ég var ber að neðan“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 21. maí 2023 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannesína Scheving er 55 ára hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, kennari, mamma, amma og margt fleira. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Uppeldi Hannesínu og heimilislífið einkenndist af mikilli neyslu móður hennar og þeirra karlmanna sem bjuggu á heimili þeirra hverju sinni en þeir áttu það allir sameiginlegt að vera ofbeldismenn.

„Ég man að sumir þeirra komu bara inn með svarta ruslapoka með sér og settust að hjá mömmu. Þeir voru allir ofbeldismenn og húsið var partýstaður. “

Gróft ofbeldi

Ofbeldið var á tímum mjög gróft og tók Hannesína ung ábyrgð á yngri bræðrum sínum.

„Mamma heitin var yndisleg sál og gerði sitt besta, hún var samt mjög veik og dó fimmtug úr alkahólisma og anorexíu.“

Þegar Hannesína var unglingur tók við mikið djamm en alltaf stundaði hún skóla og vinnu meðfram djamminu.

„Ég hef alltaf unnið mikið og líður best ef ég er á launaskrá á þremur stöðum, “ segir hún og bætir við að hún hafi flutt að heiman 14 ára því þá hafi ekki verið pláss á heimilinu lengur. Hún fór til frænku sinnar sem var svo góð að leyfa henni að flytja til sín á þeim tíma.

Drykkjan vatt upp á sig

Hannesína segir okkur frá fullorðinsárum sínum: „Ég giftist fyrri manninum mínum og við eignuðust þrjú börn. Við fluttum norður á Akureyri til að geta farið í nám líka. Seinna fór maðurinn minn svo á sjó og börnin okkar orðin nokkuð sjálfstæð, þá fór ég að drekka. “

Drykkjan vatt upp á sig og endaði með því að Hannesína braut það prinsip sem hún hélt hún myndi aldrei gera.

„Ég fór á barinn eitt kvöldið, ég var eins og mubla á Götubarnum, þar kemur inn maður sem sýnir mér áhuga og ég fer að halda fram hjá manninum mínum með þeim manni, eitthvað sem ég hafði alltaf fyrirlitið. “

Neyslan jókst mikið í kjölfar skilnaðar og hún náði nokkrum svokölluðum brotnum en einn botn varð til þess að hún leitaði sér aðstoðar.

Leitaði sér aðstoðar

„Ég fór á barinn og hitti þar nemendur mína, við fengum okkur í glas þar. Daginn eftir vaknaði ég í sófanum heima, ég hafði keyrt heim undir áhrifum. Þegar ég vaknaði var ég í úlpu, með rennt upp í háls og á píkunni. Já, ég var ber að neðan, „segir hún og hlær.

Hún fór eftir þetta til skólameistara til þess að tilkynna sjálfa sig og leitaði sér aðstoðar í kjölfarið.

Hannesína hefur menntað sig mikið, unnið víða um land og lent í alls kyns áföllum og uppákomum í lífi og starfi. Hún opnar á stórt áfall sem kom upp í vinnu hennar á spítala sem tengdist skráningu og talningu sterkra verkjalyfja.

Í dag hefur Hannesína verið í bata frá vímuefnavanda í nokkur ár, hefur nýlega hafið nýtt ferðalag þar sem hún ætlar að kynnast sjálfri sér og vinnur við það sem hún elskar.

Það má hlusta á viðtalið við Hannesínu í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar