fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segist vera óskilgetinn sonur Jay-Z

Fókus
Þriðjudaginn 9. maí 2023 09:01

Rymir og Jay-Z.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur stigið fram og sagst vera óskilgetinn sonur rapparans Jay-Z. Hann sakar tónlistarmanninn um að hafa misnotað réttarkerfið í áratug til að forðast að gangast undir faðernispróf. Hann hefur lagt fram beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.

Rymir Satterhwaite, 30 ára, hefur staðið í lagadeilum við Jay-Z, 53 ára, í rúmlega áratug. Hann heldur því fram að rapparinn sé blóðfaðir sinn og lagði nýlega fram beiðni fyrir hæstarétt um að málið verði opnað að nýju og að tónlistarmaðurinn verði skikkaður í faðernispróf.

Í samtali við DailyMail sagði Rymir að hann vilji einfaldlega sjá réttlætinu fullnægt og hann muni ekki stoppa fyrr en það gerist.

Rymir sagðist ekki vilja neitt frá Jay-Z, sem er milljarðamæringur og giftur söngkonunni Beyoncé, nema að rapparinn gangist við að hann sé sonur hans.

„Þessu mun ekki ljúka fyrr en réttlætinu verður fullnægt. Ég vil bara lifa lífi mínu og þegar öllu þessu er lokið, þá vona ég að Jay-Z muni vilja vera hluti af lífi mínu, ef það er það sem Guð vill,“ sagði Rymir.

„Ég mun ekki hætta að berjast fyrir þessu fyrr en ég vinn. Og ég mun vinna þar sem lögin eru okkar megin.“

Rymir heldur því fram að Jay-Z hafi átt í stuttu ástarsambandi við móður hans, Wöndu, snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

Rapparinn hefur viðurkennt ástarsambandið en samkvæmt miðlinum hefur hann neitað að fara í faðernispróf.

Í bréfi til DM hafna lögmenn Jay-Z ásökunum Rymir.

DailyMail fer ítarlega yfir málið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?