Í dag klukkan 17 mun Elías Knörr fremja gjörning í verslun Pennans-Eymundsson í Austurstræti.
Í tilkynningu segir að í gjörningnum muni Elías velta fyrir sér óviðteknum sjálfsmyndum á jaðri samfélagsins eins og einhverfu, framandi uppruna og hinsegin kynvitund.
Í tilkynningunni segir einnig að Elías muni að auki syngja og fara með ljóð.
Allt þetta er hluti af útgáfuhófi ljóðabókar Elíasar, Áður en ég breytist, sem kom nýlega út og hefur hlotið mjög góða dóma. Rithöfundurinn Sjón hefur sagt um bók Elíasar: „Í ljóðum Elíasar Knarrar er íslensk tunga sveigð að djarfri og framandi hugsun sem eykur við það sem við töldum mögulegt í bókmenntum okkar.“
Samkvæmt Auði Övu Ólafsdóttur, rithöfundi, býður Elías lesendum: „lesanda upp á stjörnuryk á fínustu satínlökum.“
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, verður kynnir og léttar veitingar verða í boði.
Með því að smella hér er hægt að sjá Facebook-síðu viðburðarins.