Eliza Jean Reid sagnfræðingur og forsetafrú Íslands fagnaði afmæli sínu á föstudag en hún varð 47 ára. Eliza hélt upp á afmælið ásamt eiginmanninum, Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í London þar sem hjónin sóttu krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í gær, laugardag.
Eru það viðbrigði frá fyrra ári þegar Eliza hélt ein upp á afmæli sitt í Bandaríkjunum.
„Þegar ég endaði óvart ein á brasilísku „allt sem þú getur borðað“ kjöthlaðborði í Houston í Texas á afmælisdaginn minn í fyrra, hélt ég að ég hefði upplifað minn óvenjulegasta afmælisdag,“ segir Eliza á Facebook.
„En í dag fagnaði ég 47 árum í móttöku í Buckingham höll í tilefni af krýningu Karl Bretakonungs á morgun. Það má ekki mynda í höllinnin, en hér er ein af okkur hjónunum tekin eftir kvöldið. Ég hlakka til á morgun, og takk fyrir allar kveðjurnar í dag. Ég er mjög þakklát.“
„Heillaóskir til Karls konungs III. og Camillu drottningar við krýningu þeirra. Heiður að sækja þann viðburð í Westminster Abbey í dag,“ segir Eliza. Forsetahjónin voru sannarlega glæsilegir fulltrúar okkar um helgina.
Fókus óskar Elizu til hamingju með afmælið.