Söngkonan Selena Gomez mætti ekki á Met Gala á mánudagskvöldið en samt sem áður hafa myndir af henni „frá kvöldinu“ farið eins og eldur í sinu um netheima.
Um er að ræða „feik myndir“ sem notandinn @OurLikeSelenaa á Instagram gerði í myndvinnsluforriti.
Einhver annar deildi myndinni á Twitter og varð hún fljótt vinsælasta myndin á samfélagsmiðlinum í gær með flest „likes“, rúmlega 390 þúsund hafa líkað við færsluna þegar greinin er skrifuð.
SELENA GOMEZ DID A SURPRISE APPEARANCE AT THE #MetGala WTF pic.twitter.com/qnGxuUKsRK
— 𝐊𝐄𝐕 (@kevormez) May 2, 2023
Það virðist sem andlit Selenu var sett á líkama Lily James frá Met Gala í fyrr. Það er búið að breyta litnum á Versace kjólnum, sem var í raun ljós blár og fjólublár.
Það er ekki vitað af hverju Selena mætti ekki á viðburðinn, en hún hefur ekki mætt undanfarin fjögur ár.