Japanski úraframleiðandinn Seiko hefur valið Michelsen sem einkasöluaðila sinn á Íslandi. Seiko er einn vinsælasti úraframleiðandi heims og framleiðir fleiri úr á ársgrundvelli en nokkur annar.
Seiko var stofnað árið 1881 í Tokyo þar sem höfuðstöðvar þess eru enn þann dag í dag. Öll framleiðsla fer fram innanhúss og reiðir Seiko sig ekki á neinn annan í framleiðslunni. Japanskt handverk er í hávegum haft hjá fyrirtækinu og er það þekkt fyrir hárnákvæma handverksmenn sína og framsækni í tækni.
Einkenni Seiko eru mikil gæði í úrum í lægri verðflokkum sem og framúrskarandi lúxusúr en úrvalið er afar fjölbreytt og á breiðu verðbili. Seiko mun einvörðungu eiga í viðskiptasambandi við Michelsen hér á landi en mun veita eldri seljendum aðgang að varahlutum og annast viðeigandi ábyrgð með þeim. Seiko slæst í hóp framleiðenda á borð við Longines, TAG Heuer og Gucci sem hafa undanfarin ár valið að starfa með Michelsen. Michelsen hefur átt í samstarfi við Rolex í yfir 40 ár og á sér sögu í úrsmíði og sölu úra á Íslandi óslitið frá árinu 1909.
Fyrirtækið hefur alltaf verið í rekstri og eigu sömu fjölskyldu og starfa þar nú úrsmiðir af þriðju og fjórðu kynslóð. Eigandi Michelsen, Frank Ú. Michelsen, hafði þetta um samstarfið að segja: „Það er okkur heiður að Seiko hafi valið Michelsen úr hópi hæfra úrsmiða á Íslandi og ánægjulegt að sjá fleiri af stærstu og þekktustu merkjum heims bætast í hópinn hjá okkur.