fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kendall Jenner beraði afturendann á Met Gala

Fókus
Þriðjudaginn 2. maí 2023 09:50

Kendall Jenner á Met Gala 2023. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi átti sér stað einn stærsti tískuviðburður heims – Met Gala. Stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður og var þemað „Karl Lagerfeld: A Line of Beauty“.

Sumar stjörnurnar klæddust hönnun Lagerfeld meðan aðrar sóttu innblástur til ástsæla hönnuðarins.

Fyrirsætan Kendall Jenner klæddist samfesting frá Marc Jacobs og var í svörtum stígvélum í stíl. Klæðnaður hennar vakti mikla athygli, þá sérstaklega því hún var með afturendann beran.

Mynd/Getty

Margir héldu að fyrirsætan myndi ganga rauða dregilinn með rapparanum Bad Bunny, en þau hafa verið að slá sér upp um nokkurt skeið. Hins vegar mættu þau í sitthvoru lagi og fengu því aðdáendur ekki paramyndirnar sem þeir vonuðust eftir.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?