fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Forseti Bandaríkjanna réð barnfóstru sem var á sakaskrá fyrir morð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 22:00

Mary Prince ásamt Amy Carter, dóttur Jimmy Carter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Prince er kona sem fæddist árið 1946 í Richland í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum. Eins og margt fólk sem var dökkt á hörund og ólst upp í suðurríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í dreifbýli, á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þekkti hún ekkert annað en fátækt í uppvextinum.

Hún kynntist aldrei föður sínum. Móðir hennar ræktaði grænmeti en þegar uppskeran brást hafði fjölskyldan aðeins brauð, smjör og síróp sér til næringar. Blessunarlega höfðu þau yfir gömlu baðkari úr tini að ráða og gátu haldið sér hreinum.

Þegar Mary var tólf ára gömul lést eldri systir hennar vegna meins í heila. Mary hætti í kjölfarið í skóla til að geta séð um yngri systur sína. Fjórtán ára gömul eignaðist hún sitt fyrsta barn og annað bættist við þegar hún var átján ára. Bæði börnin voru synir en Mary var einstæð móðir. Vann hún m.a. sem þerna á einkaheimili og sem gjaldkeri á veitingastað.

Kvöldið örlagaríka

 Á vorkvöldi árið 1970 fór Mary ásamt frænku sinni á bar nokkurn í Lumpkin í Georgíu. Frænkan lenti í átökum við konu sem dró upp byssu. Mary, sem vissi lítið sem ekkert um skotvopn, reyndi að ná byssunni en það vildi ekki betur til en að skot hljóp úr henni og varð kærasti konunnar, sem frænka Mary var að slást við, fyrir því og beið bana.

Konan sakaði Mary um skjóta kærastann vísvitandi. Mary var handtekin og var skipaður lögmaður sem var hvítur á hörund. Mary sagði síðar að lögmaðurinn hefði lítið sinnt sér og hún talið að hún yrði ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Að ráði lögmannsins játaði hún sök til að forðast þeim mun þyngri dóm. Það var ekki fyrr en í réttarsalinn var komið sem að hún uppgötvaði að ákæran hljóðaði upp á morð að yfirlögðu ráði.

Mary var dæmd í lífstíðarfangelsi en talið var fullvíst að hún hefði hlotið dauðarefsingu ef maðurinn sem lést vegna voðaskotsins hefði verið hvítur.

Hjálp úr óvæntri átt

Á þessum árum var talsvert um það í mörgum ríkjum Bandaríkjanna að sumir fangar væru nýttir til ýmissa starfa og verka utan fangelsa í samræmi við ákveðnar reglur og skipulag. Mary var ein þessara fanga og var 1971, í kjölfar viðtals, ráðin til starfa í bústað ríkisstjóra Georgíu sem á þeim tíma var James Earl Carter, betur þekktur sem Jimmy Carter.

Ríkisstjórafrúin, Rossalyn Carter, tók Mary tali dag einn og eftir að hafa heyrt sögu hennar taldi hún fullvíst að Mary hefði ekki framið þann glæp sem hún var dæmd fyrir. Mary var ráðin sem barnfóstra fyrir yngsta barn Carter hjónanna, sem var eina dóttir þeirra, Amy. Amy var þá þriggja ára gömul og urðu hún og Mary strax mjög nánar.

Eftir að Jimmy Carter lét af embætti ríkisstjóra 1975 var Mary send aftur í fangelsið. Carter var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 1976 og þegar fjölskyldan flutti í Hvíta húsið í Washington-borg, embættisbústað forsetans, stóð vilji hennar eindregið til að fá Mary aftur til að gæta Amy.

Mary var hins vegar fangi og mátti ekki yfirgefa Georgíu. Forsetafrúin, Rossalyn sendi náðunarnefnd bréf þar sem hún óskaði eftir að Mary fengi að fara til Washington. Forsetinn fékk því einnig framgengt að hann var skipaður skilorðseftirlitsmaður Mary.

Var þá ekkert að vanbúnaði og tók Mary, sem enn var með dóm fyrir morð á bakinu, til starfa sem barnfóstra í sjálfu Hvíta húsinu. Hún gegndi starfinu öll þau fjögur ár sem Jimmy Carter sat á forsetastóli.

Mál Mary var loks rannsakað að nýju af yfirvöldum í Georgíu og var hún á endanum náðuð og hreinsuð af öllum ákærum. Hún hefur haldið góðu sambandi við Carter fjölskylduna og annast barnagæslu fyrir hana enn þann dag í dag.

Hún sagði sögu sína í viðtali við tímaritið People árið 1977, á meðan hún starfaði í Hvíta Húsinu og sagði þá m.a. um samband sitt við Amy:

„Við skemmtum okkur jafnvel hér og í Georgíu. Henni finnst gaman að kitla mig og hoppa á mér. Það er stór garður hérna svo við getum leikið okkur með hundinum hennar. Amy finnst gaman að klifra í trjánum, eins og í Georgíu, og klifrar hærra en ég. Hún er orðin stór stelpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka