fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Arnar Gauti með nýtt verkefni: „Það er gaman að vera orðinn Punk ari“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2023 17:01

Arnar Gauti Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arn­ar Gauti Sverris­son er spenntur fyrir nýjasta verkefni sínu, að endurlífga veitingastaðinn Punk við Hverfisgötu 20 í Reykjavík. 

„Stórfengilega gaman að vinna að þessu verkefni með 2 vinum sem nýlega festu kaup á Punk Restaurant. Þetta er áhugavert ferðalag og þessi frábæri veitingastaður er búinn að vera gjörsamlega smekkfullur alla helgina og ég hefði ekki getið fundið sæti til að tilla mér og fá mér eins og einn Egils Kristal. Þetta snýst alltaf jú um upplifun fyrir gesti.  Það er gaman að vera orðinn Punk ari,“ segir Arnar Gauti um nýja verkefnið. 

Ásgeir Kolbeinsson fjölmiðlamaður opnaði Punk árið 2019, en nýir eigendur eru Guðmundur Andri Guðmundsson og Guðberg­ur Er­lends­son. Punk er ekki fyrsti veitingastaðurinn sem Arnar Gauti tekur í gegn, fyrir nokkru tók hann sem dæmi American Style í Skipholti í gagngerar endurbætur og veitingastaðinn Lilbrary i Reykjanesbæ. 

„Tveir góðir vin­ir mín­ir eignuðust Punk á Hverf­is­götu frek­ar óvænt ný­lega og nálguðust mig með það í huga að hjálpa þeim að þróa verk­efnið og staðinn áfram. Fyrri eig­end­ur höfðu misst staðinn í þrot en ástæða þess var tvíþætt,“ seg­ir Arn­ar Gauti í viðtali við Mbl.is, en framkvæmdir við götuna og heimsfaraldur höfðu sín áhrif. Staðurinn fór því í gjaldþrot og lokaði í tvær vikur en nýir eigendur keyptu staðinn.

„Þrátt fyr­ir að hafa hannað og komið að nokkr­um öðrum veit­inga­stöðum þá er ég meira tengd­ur Punk og eig­end­um staðar­ins og er því í ess­inu mínu þessa dag­ana. Ég fer fyr­ir nýj­um eig­enda­hóp og mín­ar hug­mynd­ir um staðinn fara afar vel sam­an við hug­mynd­ir þeirra svo þetta er mjög skemmti­legt verk­efni. Það tókst að ráða allt starfs­fólkið aft­ur og nú er verið að gera vin­sæl­an veit­ingastað ennþá betri, þróa mat­seðil, drykki, stemn­ingu og hönn­un áfram.  Staður­inn fyllt­ist aft­ur strax eft­ir að hann opnaði sem við erum ákaf­lega þakk­lát fyr­ir en það kom okk­ur ekki á óvart því hann er hreint út sagt frá­bær“ seg­ir Arn­ar Gauti. Hann hrósar yfirkokki staðarins, Bjart Elí Friðþjófssyni, og segir hann hafa búið til geggjaðan matseðil sem viðskiptavinir hafi verið ánægðir með.

Lesa má viðtalið við Arnar Gauta í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“