fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Simmi Vill lætur Gísla Martein heyra það – „Eruð þið lögreglan ekki örugglega að sekta alla sem eru á nagladekkjum?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar á höfuðborgarsvæðinu og víðar vöknuðu við vondan draum í morgun þegar þeir litu út um gluggann. Nýfallin fönn blasti við og þurftu ökumenn að skafa bíla sína og sýna aðgát í umferðinni, þar sem flestir hafa þegar sett sumardekkin undir ökutækin.

Einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir að lögreglan hefji að sekta af krafti þann 15. apríl, en ekki 1. maí, fyrir notkun nagladekkja er sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, lætur Gísla Martein heyra það á Twitter.

„Eruð þið lögreglan ekki örugglega að sekta alla sem eru á nagladekkjum? Kannski réttast að svipta þá á staðnum! Sammála Gísli Marteinn?“

Simmi deilir einnig hljóðklippu úr síðasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur, en þar ræddu þeir Hugi um nagladekk og Gísla Martein. En Simmi hefur ekki legið á skoðunum sínum og hvað honum finnst um, eins og hann kallar það, ástríðu Gísla Marteins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir deila um nagladekk. Það sauð upp á milli þeirra á Twitter árið 2019.

Sjá einnig: Simmi Vill blandar sér í málið – Gísli segir hann trylltan: „Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig Sigmar“

Gísli Marteinn hefur verið ötull talsmaður gegn nagladekkjum og hefur lýst því yfir að hann vilji að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu byrji að sekta strax 15. apríl.

Hann tjáði sig síðast um notkun nagladekkja eftir tilsettan tíma fyrir tíu dögum. Hann deildi frétt Mbl þar sem Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, gagnrýnir lögregluna fyrir að sekta ekki fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí.

„„Börn sem vaxa upp ná­lægt um­ferðarþung­um göt­um geta verið með skerta lungna­rýmd af þess­um or­sök­um“

Svifryk veldur líka hjartaáföllum og tugum ótímabærra dauðsfalla árlega. En ríkisstjórnin virðist bara sátt við þetta makalausa gerræði löggunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram