Myndbandið er sagt vera alræmdasta tónlistarmyndband hennar. Hún hætti við að gefa það út vegna neikvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum og harðrar gagnrýni.
Lagið fjallar um upplifun Madonnu á frægð og frama en upprunalega myndbandið er grafísk pólitísk ádeila um yfirvofandi innrás Bandaríkjamanna í Írak.
Þrátt fyrir að sundurlimuðu líkin, blóðið og innyflin í seinni hluta myndbandsins séu mjög grafísk, þá eru þau ekki alvöru, þar til aðeins síðar þegar það er sýnt alvöru fórnarlömb stríðs. Við vörum viðkvæma við myndbandinu neðst í greininni.
Ef myndbandið hefði verið gefið út árið 2003 hefði það að öllum líkindum verið bannað eða ritskoðað verulega af sjónvarpsstöðvum.
Þann 1. apríl 2003 ákvað Madonna að hætta við útgáfu myndbandsins. „Ég hef ákveðið að gefa ekki út nýja myndbandið mitt. Það var tekið upp áður en stríðið hófst og ég tel það ekki viðeigandi að gefa það út núna. Vegna ástandsins í heiminum og af virðingu við hermenn okkar, sem ég styð og bið fyrir, þá vil ég ekki eiga hættu á að móðga einhvern sem gæti rangtúlkað merkingu myndbandsins,“ sagði hún á sínum tíma.
Nú, tveimur áratugum síðar, hefur poppdívan ákveðið að gefa út myndbandið. Horfðu á það hér að neðan.