fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kamilla og Sigurður hætt saman – „Bara svona ef þið voruð að spá hvernig ég er að díla við breiköppið“

Fókus
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 14:09

Sigurður Orri og Kamilla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, og Sigurður Orri Kristjánsson, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, eru hætt saman.

Kamilla hefur gefið út tvær bækur, Kópavogskróníkan árið 2018 og Tilfinningar eru fyrir aumingja árið 2021. Sú seinni var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og leikrit var gert eftir Kópavogskróníkunni, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og fór Ilmur Kristjánsdóttir með aðalhlutverkið.

Sigurður er annar þáttastjórnenda útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki á X977 og sjónvarpsþáttarins Lögmál leiksson á Stöð 2.

Greint var frá sambandi þeirra í mars síðastliðnum en ástin hefur fölnað og segist Kamilla vera að kljást við tímamótin á sinn hátt.

„Ég er búin að lita á mér hárið bleikt, panta og afpanta tíma í tattú og overshare-a alls konar um tilfinningar mínar við þrjár ókunnugar manneskjur (reyndi samt alveg að vera fyndin á meðan til að milda þetta). Nei bara svona ef þið voruð að spá hvernig ég er að díla við breiköppið,“ skrifaði hún á Twitter. Hún er einnig skráð einhleyp á Facebook.

Fókus óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram