Hvernig ferðu að því að versla í matinn og fara með alla pokana heim þegar þú átt ekki bíl og vilt ekki borga leigubíl?
Þessi ungi maður sýnir að þetta er ekkert mál, þó þú lítir kannski hallærislega út við athæfið. Hjón á heimleið eftir innkaup í ónefndri verslun Walmart í Bandaríkjunum rákust á þennan unga mann á bílastæðinu og furðuðu sig á hvernig hann ætlaði að komast heim með alla pokana.
„Þú lítur út fyrir að hafa gert þetta áður.“ „Já í hverri viku,“ svarar ungi maðurinn brosandi, „ég á ekki bíl og þetta virkar vel.“
Með aðstoð beltis, endurskinsvestis og burðarpoka tekst honum ætlunarverk sitt. Sjáðu myndbandið, sjón er sögu ríkari.
Man picks up Groceries on Scooter 🛴! pic.twitter.com/puuu4geChZ
— Levandov (@blabla112345) April 10, 2023