Kírópraktorinn, áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, birti aðra mynd úr nærbuxnamyndatökunni sem vakti mikla athygli í síðustu viku.
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson tók myndirnar fyrir nýtt og spennandi verkefni kírópraktorsins. Hann er að fara af stað með nýtt nærbuxnamerki, Autumn Clothing RVK, og verða nærbuxurnar fáanlegar um miðjan mái.
View this post on Instagram
Í samtali við DV í síðustu viku sagði Gummi að hann hafi tekið mataræðið í gegn fyrir myndatökuna.
„Ég er svo mikill matgæðingur og elska kolvetni. Ég elska allt sem er með höfrum og kartöflur, ég mátti ekki snerta þær. Svo mátti ég ekki drekka gott vín, það var hræðilegt,“ sagði hann.