Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og systkini hennar, Magnús og Nína Kristín, efna til fimm kílómetra hlaups þann 1. maí, á afmælisdegi móður þeirra. Kristín Steinarsdóttir var fædd 1. maí 1959, en hún lést 12. nóvember 2012.
Hlaupið er til styrktar Einstökum börnum og mun helmingur upphæðarinnar rennur til systkinastuðnings og Systkinasmiðjunnar.
Allir velkomnir að hlaupa með
„Öll geta tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka, má ganga og hlaupa, með vagn, stól, börn eða bara sjálfan sig. Í boði verður líka að taka styttri hring, aðallega verður þetta gert til skemmtunar,“ skrifar Áslaug Arna á Facebook. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið, klukkan 11.