fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Einstakt tækifæri til að eignast eitt elsta hús Álftaness

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. mars 2023 18:00

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishús á Álftanesi er komið í sölu á fasteignavef DV.

Um er að ræða 187,2 fm eign, á þremur hæðum, sem byggð var árið 1883.

Húsið Breiðabólstaðir er eitt elsta húsið á Álftanesi sem búið er í.  Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og nánast allt verið endurnýjað á smekklegan hátt í takt við húsið. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á viðhaldi frá Minjastofnun en ytra byrði hússins er friðlýst.  

Komið er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu baðherbergi, eldhús sem er opið inn í borðstofu/stofu og herbergi/skrifstofa. Á efri hæð er gott rými sem hefur verið skipt upp með léttum veggjum, hjónaherbergi og herbergi sem hefur verið skipt í tvennt. Kjallari húsins er opið rými í dag og þvottahús/geymsla en möguleiki á að loka og gera svefnherbergi.   

Aukaíbúð er í bíslagi hússins sem skilar leigutekjum. Hún skiptist í borðstofu, baðherbergi með salerni og sturtu og á efri hæð er svefnherbergi.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Í sögu um húsið segir meðal annars: Húsið Breiðabólsstaðir er byggt 1883 af Birni Guðmundssyni steinsmið. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið var byggt úr klofnu og höggnu grjóti sem tekið var víðsvegar í landareigninni ásamt afgangsgrjóti úr Alþingishúsinu sem var reist nokkrum árum fyrr. Grjótið var klofið þar sem það var og allt borið heim á tveggja fjögurra manna börum en höggvið og lagað betur heima.

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Í gær

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti