fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kristín og Stefán búin að ákveða stóra daginn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. mars 2023 13:00

Stefán Jak og Kristín Sif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 og Stefán Jakobsson tónlistarmaður eru búin að velja dagsetningu fyrir brúðkaup sitt.

Stóri dagurinn er laugardagurinn 23. september og verður brúðkaupið haldið í Mývatnssveit þar sem Stefán býr.

„Í haust ætla ég að giftast besta vini mínum og ást lífs míns, erum byrjuð að plana !! Djöfull hlakka ég mikið til,“ skrifar Kristín Sif á Instagram og birtir með myndband af brotum úr daglegu lífi þeirra Stefáns.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kristin Sif (@kristinbob)

Parið trúlofaði sig í byrjun desember á síðasta ári eftir nokkurra mánaða samband, en þau hafa þekkst og verið góðir vinir lengi. Bæði eiga börn frá fyrri samböndum.

Kristín Sif starfar hjá K100 þar sem hún stýrir morgunþættinum Ísland vaknar ásamt Ásgeiri Páli Ágústssyni og Jóni Axel Ólafssyni. Hún er einnig íþróttakona í hnefaleikum og hefur náð góðum árangri. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar DIMMU og starfar sem tónlistarkennari og leiðsögumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?