fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gera erfðaskrár til að tengdabörnin hlaupi ekki á brott með arfinn

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í vöxt að foreldrar geri erfðaskrár þar sem að kveðið er á um að arfur frá þeim verði séreign barna sinna. Um sé að ræða varúðarráðstöfun enda skilnaðartíðni hérlendis há. Þetta kemur fram í athyglisverðu viðtali við Elínu Sigrúnu Jónsdóttir, lögmanni hjá Búum vel, á vefnum Lifðu núna.

Heppilegast að gera kaupmála um arfinn

„Fólki finnist súrt í broti, að fá arf eftir foreldra og makinn gangi síðan út með helming fjárins, ef skilnaður verður nokkrum mánuðum eða árum síðar. Þess vegna færist það í vöxt að arfur sé gerður að séreign barns. En það er mikilvægt að börn sem fá arf með þeim formerkjum að hann skuli vera séreign, tryggi að arfinum verði haldi aðgreindum, heppilegast er að gera um hann kaupmála, því annars getur reynst örðugt fyrir barnið að sanna tilvist séreignarinnar ef það skilur kannski áratugum síðar“, segir Elín Sigrún.,

Elín Sigrún hefur sérhæft sig í ýmiskonar þjónustu við eldra fólk og hefur því góða reynslu af málaflokknum. Það er mat hennar að upphæðir sem fólk er að erfa hafi farið hækkandi undanfarin ár og geti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Mikilvægt að fólk í óvígðri sambúð skoði stöðu sína

Hún segir að áður fyrr hafi gerð erfðaskráa verið sjaldgæf hérlendis en í dag sé það fullkomlega eðlileg ráðstöfun. Samkvæmt Elínu Sigrúnu eru það þrjú atriði sem fólk er helst að tryggja. . Í fyrsta lagi til að tryggja að arfurinn verði séreigna barnanna, í öðru lagi til að tryggja rétt eftirlifandi maka til að sitja í óskiptu búi sem er sérstaklega mikilvægt þegar fjölskyldur eru blandaðar og í þriðja lagi til að ráðstafa þriðjungi eigna sinna á einhvern tiltekinn stað eins og heimilt er samkvæmt lögum.

Sérstaklega getur það verið mikilvægt fyrir fólk í óvígðri sambúð og að gera þá gagnkvæma erfðaskrá – sumsé arfleiða hvort annað að þriðjungi eigna sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram