Áhrifavaldurinn, kírópraktorinn og athafnamaðurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, nefnir nokkrar venjur sem hann segir að leiði til árangurs.
Gummi hefur mikinn áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu og deilir reglulega alls konar fróðleik um hvernig hann reynir að hámarka hana í daglegu lífi. Í gær deildi hann á Instagram nokkrum venjum sem fólk getur tileinkað sér til að ná árangri.
Sjá einnig: Morgunrútína Gumma Kíró skref fyrir skref
„Jákvætt hugarfar og trú á því sem þú vilt gera er lykilatriði til þess að ná árangri. Það gerir allt svo miklu auðveldara, njóttu leiðarinnar að þínu markmiði,“ sagði hann og bætti við:
„Þú munt hafa betri andlega og líkamlega heilsu.“
„Hreyfing og styrktarþjálfun gefur þér meiri orku og einbeitingu. Það þarf ekki að vera mjög áköf æfing, göngutúr er stundum nóg,“ sagði hann.
„Þér mun líða betur og [þú munt] líta betur út.“
„Ein mikilvægasta venjan til árangurs er að hugleiða. Sjá fyrir sér markmið sín eins og þau séu raunveruleiki og finna þá tilfinningu innra með sér.
Að hugleiða er ekki aðeins hvetjandi, það dregur úr stressi og bætir andlega og líkamlega heilsu.
Aðeins 10 mínútur á dag getur breytt lífi þínu,“ sagði hann.
„Dagurinn í dag er gjöf. Vertu þakklát/ur fyrir það sem þú átt; fjölskyldan, heilsan, upplifanir.
Þegar þú áttar þig á hversu lánsöm/lánsamur þú ert fyrir það sem þú átt, mun hugarfar þitt verða jákvætt,“ sagði kírópraktorinn.
„Þú færð skýra sýn á því sem er fram undan og það hjálpar þér að ná árangri. Skipulag og kraftur þess er stundum vanmetinn,“ sagði hann og bætti við að hann er sjálfur alltaf með dagbók í töskunni.
„Leiðin að árangri er upp og niður fyrir alla. Þeir sem hafa náð miklum árangri í lífinu hafa allir átt mjög erfiða tíma á undan góðu tímabili. Vendu þig á erfiða tíma, þá ertu að stækka sem einstaklingur.“