Hún var valin Ungfrú Ísland árið 2013 og stofnaði fyrirtækið Tanja Ýr Cosmetics árið 2015, þá aðeins 24 ára gömul. Hún hannaði eigin gerviaugnhár sem hún seldi á síðunni.
Hún stofnaði hárvörumerkið Glamista Hair í loks árs 2020 ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur. Hún hefur haldið námskeið um markaðssetningu og hvernig á að búa til eigið vörumerki.
View this post on Instagram
Í september í fyrra sagði hún skilið við rekstur Tanja Ýr Cosmetics og ákvað að einbeita sér að Glamista Hair og öðrum verkefnum, eins og nýjum hlaðvarpsþætti.
Sjá einnig: Tanja Ýr á tímamótum og lokar stórum kafla í lífi sínu
Tanja Ýr, sem er með tæplega 36 þúsund fylgjendur á Instagram, svaraði spurningum fylgjenda í gærkvöldi. Einn spurði hvaða ráð hún myndi gefa 22 ára sjálfri sér.
„Hætta að leyfa fólki að vaða yfir mig,“ sagði hún og hélt áfram:
„Fólk sem „copy/pastear“ risa verkefni án þess að nefna aðilann sem þau fengu innblástur/hjálp frá (ég elska að grípa tækifærið að nefna fólk á nafn í kringum mig til að hjálpa og elska bara að peppa fólk).
Leyfa skoðunum mínum að koma á framfæri. Ég var allt of oft að vernda fólk í kringum mig með því að þegja en í dag líður mér mun betur að standa upp fyrir sjálfri mér þegar við á. Ég lærði það að ef ég geri það ekki þá pirra ég mig á því í mörg ár.
Það er í lagi að gera mistök, segja fyrirgefðu og halda áfram.
Þykjast ekki hafa skoðun til að halda friðinn.“