Það var gert mikið grín að hjónunum í þætti sem fór í loftið þann 15. febrúar síðastliðinn.
Hér að neðan má sjá klippur úr þættinum.
South Park just destroyed Harry and Meghan pic.twitter.com/R1zzyrx50x
— Jack Posobiec 🇺🇸 (@JackPosobiec) February 16, 2023
Fyrr í vikunni greindu erlendir miðlar frá því að Meghan hafi verið miður sín vegna þáttarins og að hjónin væru að íhuga að leita réttar síns vegna málsins.
Nú hafa hertogahjónin rofið þögnina. Talsmaður þeirra sagði í samtali við Newsweek að það væri ekkert til í þessum fullyrðingum bandarískra fjölmiðla.
„Það er enginn fótur fyrir þessu og þetta er leiðinlegt,“ sagði hann.