fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Stefán leysir vanda Landsvirkjunar – „Nú skulum við gera enn betur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík og sagnfræðingur með meiru er lausnamiðaður og slær hugmynd fram í færslu á Facebook. Hugmynd sem gæti leyst húsnæðisvanda Landsvirkjunar og kröfur starfsmanna um skemmtilegri staðsetningu og á sama tíma húsnæðisvanda norðurmiðstöðvar Reykjavíkur.

„Munið þið eftir því þegar Stefán leysti húsnæðisvanda Háskólans með því leggja til kaup á Hótel Sögu, sem gekk síðan í gegn nokkrum vikum síðar og almenn glaðværð braust út í þjóðfélaginu? Nú skulum við gera enn betur,“ segir Stefán með léttum tón.

Bendir hann á að mygla fannst í húsnæði Landsvirkjunar undir lok janúar og yfirgaf starfsfólk  höfuðstöðvarnar við Háaleitisbraut 68. Sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkunar, að þegar hefði verið leigt húsnæði út í bæ eða að starfsfólk ynni heiman frá.

Mygla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar – Loka heilli hæð

 „Húsnæðið er í raun ekki fyrirtækinu að skapi sem vill eitthvað meira hipp og kúl með fleiri kaffibörum og opnum rýmum – eins og sannast þessi dægrin þegar LV er rekið í leiguhúsnæði í miðbænum,“ segir Stefán.

Steinsnar frá turni LV er norðurmiðstöð Reykjavíkurborgar í vonlausu skítareddingarhúsnæði sem er tekið að leigu í Útvarpshúsinu. Þetta er aðstaða sem hentar illa fyrir starfsemina að flestu eða öllu leyti að sögn Stefáns.

 „Lausnin er augljós: Landsvirkjun lætur mygluhreinsa turninn sinn en EKKI til að flytja inn í hann aftur heldur ætti fyrirtækið strax að leita að nýju húsnæði í takt við sínar kröfur en semja um leið um að norðurmiðstöðin taki að leigu (eða kaupi) turninn í Austurveri þar sem hægt er að koma allri starfsemi hennar og mörgu til undir eitt þak. Þetta gæti verið hluti af makaskiptasamningum ríkis og borgar varðandi lóðir eða húsnæði. Látið þetta gerast, takk!,“ segir Stefán.

Taggar hann jafnframt Dag Eggertsson, borgarstjóra, og Einar Þorsteinsson, verðandi borgarstjóra.

Í athugasemdum skiptast menn á skoðunum og finnst hugmynd Stefáns ýmist bráðsnjöll eða ekki. Bendir Stefán á að norðurmiðstöðin deili inngangi með RÚV, á Háaleitisbraut sé nægur fjöldi bílastæða fyrir þá sem sækja myndu norðurmiðstöð færi svo að hugmynd Stefáns yrði að veruleika. Virðast einhverjir virkra ekki átta sig á að hæðum Landsvirkjunar fylgir fjöldi bílastæða öðru megin við húsið. 

Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, svarar Stefáni í athugasemd:
„Nú hef ég beðið þolinmóð eftir að þú áttaðir þig á rökvillunni í því sem þú skrifar:  „Húsnæðið er í raun ekki fyrirtækinu að skapi sem vill eitthvað meira hipp og kúl með fleiri kaffibörum og opnum rýmum – eins og sannast þessi dægrin þegar LV er rekið í leiguhúsnæði í miðbænum.“ Landsvirkjun er enn á nokkrum hæðum við Háaleitisbrautina en varð að finna leiguhúsnæði með hraði fyrir um 70% þeirra sem þar höfðu aðstöðu. Neyddist til þess, sjáðu til. Þar liggur engin sönnun á hipp- og kúlheitaþrá. Það að fyrirtækið skuli nú vera á 3 stöðum í Reykjavík helgast af því að skrifstofuhúsnæði fyrir um 140 manns (þau sem þurftu að flytja sig af Háaleitisbraut) bíður kannski ekki tilbúið um allar koppagrundir með engum fyrirvara. En megi þér farnast sem best í húsnæðisleit fyrir öll þau sem á þurfa að halda.“ 

Arngrímur Vídalín, lektor í íslenskum bókmenntun við Háskóla Íslands, tekur þó ekki undir að kaupin á Hótel Sögu hafi verið góð hugmynd:  „Fögnuðurinn var skammvinnur meðal okkar sem eigum að vinna þarna, eftir að í ljós kom að við eigum að vinna í almenningi og fáum ekki einu sinni fast skrifborð. Hörmulegustu kaup í sögu Háskólans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram