fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Útlitið skilgreinir ekki virði okkar – „Mörg húðflúr hamla þér ekki að halda í höndina á börnunum þínum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sinni nýjustu færslu á Facebook um útlitssmánun. Tilefni færslunnar er færsla Nínu Richter, fjölmiðlakonu á Hringbraut, sem hún skrifaði eftir að hafa fengið ljót skilaboð frá nafngreindum aðila. 

Sjónvarpskonan Nína Richter tók netníðing til bæna – „Í dag geta svona orð ekki sært mig“

Í pistli sínum kemur Ragga inn á að við komum  með óumbeðið álit á útliti kollega, vinafólks, systkina. Hvetur Ragga fólk til að taka ekki þátt í útlitssmánun og vera þannig einn Legókubbur í að byggja betri framtíð þar sem við einblínum á manneskjuna en ekki hylkið sem hýsir hana.“

Færslan Röggu fer hér á eftir í heild sinni:

Gullfalleg kona á sjónvarpsskjánum er útlitssmánuð af einhverjum sem hafði stórkostlega ranghugmynd að eftirspurn væri eftir hans áliti.

Hún henti í hugrakkan pistil og vakti athygli almennings á hatursorðræðunni sem því miður grasserar á netinu eins og njóli á fjósvegg.

Það er merkilegt hvað tærnar kreppast víða og þörfin fyrir að hamra á lyklaborðið níð og niðurrif í felum bakvið tölvuskjá. 

Sjáðu nefið á manninum

Þessi flýgur á eyrunum eins og Dúmbó

Ekki hægt að taka konuna alvarlega svona smámælta

Af hverju fer manneskjan ekki í laser með þessa valbrá

Alltof grannur

Alltof feitur

Við komum með óumbeðið álit á útliti kollega, vinafólks, systkina.

Þegar við erum dugleg í ræktinni.

Ekki kvenlegt að vera með svona stóra vöðva

Þegar við spörslum í hrukkurnar og mökum lit á augnlokin.

Rosalega ertu mikið máluð. Kann betur við þig náttúrulegri

Þegar við sleppum farðanum.

Ertu kvefuð, nefið á þér er svo rautt

Þegar við ákveðum að vera maskaralaus.

Ertu lasin? Þú ert svo þreytuleg

Þegar við gúffuðum of mikið brauð í gær

Hvað ertu komin marga mánuði á leið?

Útlitið skilgreinir ekki virði okkar sem manneskjur.

Mörg húðflúr hamla þér ekki að halda í höndina á börnunum þínum.

Útstæð eyru hindra þig ekki í að hlusta og hugga vinkonu í hjónabandserfiðleikum.

Skakkar tennur stoppa þig ekki í að ausa hrósyrðum yfir vin þinn.

Bólur á kinn eru engin fyrirstaða fyrir að sýna samferðarfólki þínu samkennd og samhyggð.

Er feitur, bólugrafinn, tattúveraður, eyrnastór eða rauðnefjaður virkilega það versta sem mannskepna getur verið?

Er skarð í vör eitthvað sem við þurfum að hafa orð á?

Er ekki mun verra að baktala, rífa niður, skilja útundan, gaslýsa, samviskubitsvæða, vera afbrýðissamur, illa innrættur og sjálfhverfur?

Er manneskjan skilningsrík, forvitin, hugmyndarík, áhugasöm, með háa samkennd, hlýja nærveru og kímnigáfu?

Verum fyrirmynd fyrir komandi kynslóð og fögnum fjölbreytileika í mannlegu útliti og normalíserum allskonar liti og lögun, smetti og skrokka.

Hafðu hugrekki til að taka ekki þátt í útlitssmánun og vera þannig einn Legókubbur í að byggja betri framtíð þar sem við einblínum á manneskjuna en ekki hylkið sem hýsir hana.

Mynd: Ragga nagli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“