Eikarbáturinn Dúa II sökk um hádegisbil 30. ágúst 2021 í Grindavíkurhöfn. Mánuði síðar þegar báturinn var kominn á þurrt land eignaðist húsgagnaframleiðandinn Artic Plank eikina úr bátnum þegar hann var kominn á þurrt land í byrjun september 2021. Fyrirtækið er í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, smiðs og dúklagningarmanns, sem hefur búið til marga gripi úr timbri sem ella hefði verið hent, eins og segir í frétt á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Grindavíkurbær óskaði eftir því við Högna að hluti bátsins yrði aðgengilegur bæjarbúum um ókomna tíð. Högni smíðaði því púlt úr bátnum sem varðveitt er í Kvikunni Menningarhúsi Grindavíkur.
Báturinn gekk undir fjölda nafna eins og fram kemur á heimasíðu Grindavíkur, en Grindjánar þekkta hann best sem Kári GK 146, nafn sem báturinn bar í tæp 40 ár.