fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fjögur ár síðan Birgir kyssti Huldu í fyrsta skipti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 16:30

Birgir og Hulda. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur ár eru liðin síðan flugmaðurinn Birgir Örn Sigurjónsson kyssti fegurðardrottninguna og fyrirsætuna Huldu Vigdísardóttur í fyrsta skipti.

Hulda rifjaði upp þeirra fyrstu kynni í fallegri færslu á Instagram.

„Í dag eru 4 ár síðan að besti strákur í heimi kyssti mig í fyrsta skipti fyrir utan höllina á Halló og bauð mér út. Já, fjögur ár síðan að besti vinur minn, klettur, bjartasta ljósið og ástin í lífi mínu tyllti sér við hlið mér með fulla lúku af poppi og útskrifaði mig sama kvöld úr áfanganum Flugfræði 101 með tilheyrandi myndum og sögum hvaðanæva af. Fjögur ár síðan hann sótti mig á eðalvagninum í vinnuna og við fengum okkur hádegismat á Kaffivagninum þar sem hann pantaði sér plokkfisk og tilkynnti mér um leið að hann kynni að gera besta plokkfisk sem völ væri á (og það reyndist líka rétt) og hellti allri sveppasúpunni yfir sig sem hann reyndar ber við minnisleysi,“ segir hún kímin.

„Fjögur ár síðan hann kyssti mig ófeiminn beint fyrir fram Elísabetu II Bretadrottningu og stillti sér svo upp við hlið himinhárrar geimflaugar Tinna á Pipar\TBWA.“

Endalaust ævintýri

Hulda segist vera ólýsanlega þakklát fyrir ævintýrið sem hófst þennan dag.

„Það hefur verið stútfullt af ferðalögum um allan heim, hlátursköstum, framkvæmdafjöri, skósveinum, glimmeri (og þá meina ég sprengfullt af glimmeri), lakkrístoppum, flugævintýrum, ístúrum, poppáti, ást og hamingju. ,Ólýsanlega þakklát’ er rétt orðað því ég get með engu móti lýst því hve þakklát ég er fyrir líf okkar saman,“ segir hún.

Parið eignaðist sitt fyrsta barn í lok janúar og svífa nú um á bleiku skýi.

„Lífið hefur aldrei verið betra og þú ert besti pabbi sem til er. Ég vissi alltaf að þú myndir standa þig vel og yrðir góður pabbi en eins og alltaf hefur þér tekist að toppa allar mínar vonir og væntingar,“ segir Hulda.

Sjá einnig: Undraverð fæðingarsaga Huldu – „Á leiðinni niður birtist fótur, enn í belgnum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?