Glæsilegt endaraðhús í suðurhlíðum Kópavogs, teiknað af Sigvalda Thordarsyni, er komið í sölu á fasteignavef DV.
Húsið er 112,6 fm, byggt árið 1966, á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.
Eignin samanstendur af á neðri hæð: bílskúr, anddyri, svefnherbergi, gestasalerni og þvottahús og tveimur geymslum. Á efri hæð er eldhús, rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús og rúmgóð stofa með útgengi á um það bil 50 fm. þaksvalir með fallegu útsýni. Stofan er smekklega máluð í Sigvalda stíl.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.