fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Adda varð kynþroska níu ára, þybbin og fyrir áreitni sem leiddi til átröskunar – „Ég leitaði í áfengi og flúði í slæmt samband með þrítugum manni, 17 ára gömul‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adda Margrét er 27 ára, mikið flúruð og götuð, mamma og systir sem hefur gengið í gegnum margt á sinni ævi.

Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Grínið varð að átröskun

Adda ólst upp á Kjalarnesi til að byrja með og var lögð í einelti í barnaskóla.

„Ég var mjög bráðþroska og varð kynþroska aðeins 9 ára gömul svo það var auðvelt að gera grín að því. Ég var þybbna barnið í systkinahópnum og oft pikkað í það í fjölskyldunni, í boðum og svoleiðis.‟

Adda þróaði ung með sér átröskun sem fylgt hefur hennar lífi í bylgjum til dagsins í dag.

Hún var 15 ára þegar hún flutti með fjölskyldunni til Danmerkur en áður hafði hún tekið ákvörðun um að nota ekki hugbreytandi efni sökum þess að bróðir hennar hafði farið í neyslu og festist þar.

Kynferðisofbeldi í Danmörku

Í Danmörku var allt annað viðmót til áfengis en á Íslandi.

Adda flutti að heiman 16 ára og bjó með systur sinni. Það ár varð hún fyrir kynferðisofbeldi af hendi þriggja fullorðinna manna.

„Ég sagði ekki frá því mamma hafði sagt að það mættu ekki koma menn í þessa íbúð en ég braut regluna þrátt fyrir að þetta hafi aldrei verið planið. Ég var svo hrædd um að verða skömmuð að ég sleppti því að segja frá.‟

Eftir tvö ár í Danmörku flutti Adda aftur til Íslands, til pabba síns, en það gekk ekki svo hún bjó á sófanum hjá bróður sínum, sem var í neyslu.

„Ég hélt fast í það að ég mætti í vinnu en auðvitað var þetta ekkert eðlilegt. Ég átti ekki fyrir kvöldmat og gekk í götóttum skóm í snjónum. Ég leitaði í áfengi og flúði í slæmt samband með þrítugum manni, 17 ára gömul. ‟

Hrottaleg nauðgun og martraðir

Adda skildi aldrei af hverju henni liði illa, hún áttaði sig ekki á öllum sínum áföllum fyrr en síðar. Hún ákvað ung fyrst hún gæti ekki verið sæta stelpan að vera fyndin og byggði upp þykkan vegg og grímu sem erfitt hefur verið að taka niður.

Í janúar 2021 lenti Adda í hrottalegri nauðgun, sem hún segir okkur frá.

Í kjölfar þessa áfalls upplifir hún heila viku af martröðum þar sem hin áföllin og kynferðisbrotin koma eitt af öðru til hennar.

„Ég fór í„ blackout‟ og allt í einu er ég með flösku í höndinni.‟

Adda ræðir hvað hún þurfti að gera til þess að komast frá þessum sársauka, fyrir sig og dóttur sína.

Systir hennar sagði við hana setningu sem kveikti á einhverju hjá henni og var nákvæmlega það sem hún þurfti á réttum tímapunkti.

 

Það má hlusta á viðtalið við Öddu Margréti í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“