Vinsæll áhrifavaldur á streymisveitunni Twitch gaf nýlega frá sér tárvota afsökunarbeiðni eftir að hann var staðinn að því að horfa á svokallað „deepfake“ klám sem sýndi aðra kvenkyns notendur streymisveitunnar.
Í „deepfake“ eða djúpfölsun er tæknin notuð til að skeyta andlitum inn á myndskeið. Svo sem til að skeyta óþekktum aðilum á líkama frægra leikara í atriðum úr kvikmyndum eða í tónlistarmyndbönd en einnig hefur þetta verið notað til að skeyta andlitum á klámmyndbönd.
Streymarinn (e. streamer) Atroic sem nýtur mikilla vinsælda á Twitch var staðinn af því að hafa horft á svona djúpfölsuð myndbönd þar sem kvenkyns streymurum hafði verið skeytt inn á klámmyndbönd.
Hafði Atrioc ekki gætt þess að loka glugganum með kláminu þegar hann tók upp streymi fyrir aðdáendur sína og var strax tekið eftir þessum mistökum og skjáskotum deilt á Twitter og Reddit svo dæmi séu tekin.
Atrioc og eiginkona hans komi í kjölfarið fram í beinni útsendingu þar sem þau, með tárin í augunum, báðust afsökunar á þessu.
Atrioc sagði að hann hefði óvart ratað inn á þessa tilteknu djúpfölsunar klámsíðu í gegnum auglýsingu á Pornhub, en líklega hafi auglýsingunni verið beint að honum, eða persónusniðin, af því að hann hafði varið þó nokkrum tíma í að rannsaka gervigreind.
„Ég er búin að vera að lesa fullt um svona gervigreindar-list, um djúpfalsaða tónlistar og svona. Þetta er svo vandræðalegt. Ég var á Pornhub, ég var á venjulegri síðu og það var auglýsing á hverju myndbandi. Ég ýtti á hana og þá datt ég ofan í þessa ormagryfju.“
Hann hélt svo áfram: „Ég veit ekki, ég varð bara ótrúlega forvitinn og ýtti á eitthvað. Þetta er ógeðfellt og mér þykir þetta leitt. Mér þykir þetta svo fokking leitt, þetta er svo vandræðalegt.“
Streymarinn Sweet Anita, sem er ein þeirra kvenna sem hefur verið djúpfölsuð á umræddri klámsíðu, komst að því að andlit hennar væri notað í þessum myndböndum í gegnum mál Atrioc. Hún sagðist ekki vera sátt með að andlit hennar og ímynd væri notað í þessu skyni.
„Ég bókstaflega kaus að hafna milljónum með því að fara ekki út í kynlífsverkavinnu og einhver „cheeto“ þakinn klámfíkinn af handahófi tekur líkama minn án míns samþykkis í staðinn. Veit ekki hvort ég eigi að gráta, brjóta eitthvað eða hlæja á þessum tímapunkti,“ skrifaði hún á Twitter.
Nú hefur streymarinn QTCindarella, sem einnig má finna á síðunni, heitið því að lögsækja vefsíðuna sem hýsir þessi myndbönd af henni og fleirum.
„Fari fokking Internetið til fjandans. Fokking stöðug misnotkun og hlutgerving á konum. Þetta er þreytandi. Fari Atrioc til fjandans fyrir að sýna þúsundum fólks þetta. Fari þeir til fjandans sem hafa sent mér einkaskilaboð með myndum af mér frá þessari síðu. Farið þið öll til fjandans,“ sagði hún í stuttu streymi.
Hún beindi því svo til stjórnenda klámsíðunnar að hún ætlaði að lögsækja þá, þessu lofaði hún af lífi og sál.
Streymarinn Pokimane, sem var ein af þeim streymurum sem voru sýndir í myndbandinu sem Atrioc hafði horft á, gaf frá sér stutta yfirlýsingu á Twitter.
„Hættið að kyngerva fólk án þeirra samþykkis. Það er allt og sumt, þetta er tístið.“
Atrioc hefur eins og áður segir innilega beðið aðdáendur afsökunar sem og þær konur sem má finna á klámsíðunni án þeirra samþykkis. Hann hefur heitið því að reyna að bæta fyrir þann skaða sem hann hefur valdið og boðið þolendum fjárhagsaðstoð ef þær vilja leita réttar síns gegn klámsíðunni.