Leikkonan Annie Wersching lést í dag, 45 ára að aldri. Hún greindist með krabbamein sumarið 2020, en hélt starfi sínu áfram þrátt fyrir veikindin.
Wersching er sjónvarpsþáttaaðdáendum að góðu kunn meðal annars fyrir leik sinn í þáttaröðunum 24, Bosch, Star Trek: Picard, The Rookie og Timeless. Hún lék einnig í tölvuleiknum The Last of Us, en þáttaröð byggð á leiknum var nýlega frumsýnd á HBO.
Wersching skilur eftir sig eiginmanninn Stephen Full, leikara og grínista, og þrjá syni.