Nýleg og glæsileg fjögurra herbergja endaíbúð við Naustabryggju er til sölu.
Naustabryggja er í Bryggjuhverfinu við Gullinbrú og er umrædd eign á fjórðu hæð, sem er efsta hæð hússins sem var byggt árið 2017.
Eignin er skráð 131,5 fermetrar, þar af 11,9 fermetra geymsla. Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum og er ásett verð 89,9 milljónir.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.5