fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ósmekklega spurningin sem Anne Hathaway fékk frá blaðamanni

Fókus
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Anne Hathaway greindi nýlega frá því að þegar hún var 16 ára gömul hafi hún fengið óþægilega spurningu frá blaðamanni.

Hún opnaði sig um þetta á viðburði fyrir nýjustu mynd sína, Eileen, á Sundance kvikmyndahátíðinni.

„Ég man bara eftir einni af fyrstu spurningunni sem ég fékk eftir að ég byrjaði að leika og þurfti að svara fjölmiðlum. Spurningin var – Ertu góð stelpa eða slæm stelpa. Ég var 16 ára og 16 ára ég langaði að svara þessari spurningu með þessari mynd.“

Anne sagði þetta í samhengi við hversu mikið hana langaði að vinna með leikstjóra Eileen, William Oldroy eftir að hafa séð mynd hans frá 2016 – Lady Macbeth.

Anne segir að í þeirri mynd hafi það heillað hana hvernig flækjur þess að vera kona voru settar í fókus og taldi Anne myndina sýna að William væri kvikmyndagerðarmaður sem hægt væri að treysta fyrir flóknum sögum, sérstaklega þeim sem fjalla um konur.

Myndin fjallar um unga konu sem lifir frekar döpru lífi í Boston á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún vinnur í fangelsi og hittir þar samstarfskonu sem á eftir að breyta lífi hennar.

Huffpost greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?