Leikkonan Christina Applegate greindist með MS sjúkdóminn árið 2021. Eftir greininguna hélt hún sig að mestu frá sviðsljósinu og kom ekki fram opinberlega fyrr en í nóvember í fyrra, þegar hún hlaut stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk of Fame.
„Til að vera alveg hreinskilin, þá að vera greind með MS í fyrra og hvað gerðist fyrir líkama minn, fyrir huga minn og anda, við allt saman, þá að sjálfsögðu langaði mig ekki að vera í kringum fólk eða tala um það,“ sagði hún við Kelly Clarkson í desember í fyrra.
Leikkonan mætti á Critics Choice verðlaunahátíðina fyrr í mánuðinum. Hún var tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í vinsælu Netflix-þáttunum Dead To Me.
Hún gekk rauða dregilinn ásamt dóttur sinni og skemmti sér vel. En síðan gerði hún ein mistök, hún skoðaði athugasemdakerfi samfélagsmiðla.
Christina svaraði einum netverja og sagði að þetta væri ekki fallega sagt. Netverjinn svaraði henni til baka og sagði: „MS lætur þig ekki líta svona út. Lýtalæknir gerði það, og lélegur lýtalæknir í þokkabót.“
Christina lét þetta ekki slá sig út af laginu og hló að þessari fáránlegu athugasemd.
Sooooo I made the unfortunate decision to look at some comments on an article from people mag about me and my kids at the CCA.Of course I told her that it wasn’t nice. This was her reply.What is wrong with people. By the way, I laughed. pic.twitter.com/82De0yPi7o
— christina applegate (@1capplegate) January 17, 2023