fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Eins og út úr lélegri hryllingsmynd – Tvíhöfða hundar Sovétríkjanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 15. janúar 2023 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Demikhov var sovéskur læknir, vísindamaður, og hugsanlega snillingur, sem oft er kallaður faðir líffæraflutninga eins og við þekkjum í dag.

En það var ekki auðvelt að vera sporgöngumaður og eðli málsins samkvæmt mistókst stærsti hluti tilrauna Demikhov í upphafi rannsókna hans á sjötta áratug síðustu aldar.

Best gekk honum þó alltaf að vinna með hunda og eftir að hafa flutti líffæri á milli hunda með góðum árangri ákvað Demikhov að ganga skrefinu lengra.

Það hljómar eins og handrit af þriðja flokks hryllingsmynd en Demikhov ákvað að græða saman tvo hunda. Nánar tiltekið vildi hann reyna að græða höfuð af einum hundi yfir á annan, heilan og heilbrigðan, hund.

Demikhov hóf að prófa sig áfram með aðgerðirnar árið 1954 og framdi 24 slíkar næstu fimm árin, með misgóðum árangri.

Myndin sem hér sést var sú 23 í röðinni, reyndar ekki ein af þeirri best heppnuðu en svo vildi til að blaðamaður og ljósmyndari frá LIFE tímaritinu voru á staðnum.

Höfðu Sovésk yfirvöld boðið Bandaríkjamönnunum til að hreykja sér af yfirburðum vísindamanna sinna.

Sá stóri var þýskur fjárhundur að nafni Brodyaga og sá litli var hvolpur, tík sem hét Shavka.

Haus og framloppur Shavka voru græddar á bak Brodyaga í aðeins þriggja og hálfs tíma aðgerð. Hjarta- og lungnakerfi hvolpsins var tengt æðakerfi fjárhundsins en sjálfur hausinn og loppurnar einfaldlega festar með plastklemmum.

Eftir að hundarnir vöknuðu eftir aðgerðina gat Shavka hreyft loppurnar, séð, fundið lykt, drukkið, tuggið og kyngt mat. Magi hennar var reyndar ekki tengdur stóra hundinum heldur flæddi hann í gegnum dýrið og beint út á gólf.

Tvíhöfða hundurinn, eins og fyrirbærið var kallað í LIFE tímaritinu, lifði þó aðeins í fjóra daga sem var ákveðinn skellur fyrir Demikhov þar sem metið hans var 29 dagar.

Almenning brá eðlilega við að sjá myndina og töldu margir í byrjun að um fölsun væri að ræða.

En svo er ekki og þessi mynd einfaldlega þekktust á Vesturlöndum. Vladimir Demikhov græddi annað höfuð á hund í 24 aðgerðum sem var ómetanlegt framlag til líffæraflutninga.

En fallegt er það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar