Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er stjarna nýjasta jarms Menningarmynda.
Menningarmyndir er vinsæl Instagram-síða með yfir 22 þúsund fylgjendur. Þar er gert grín að öllu milli himins og jarðar og stuðst við myndir og myndbönd úr íslensku menningarlífi.
Mynd Vilhelms á Vísi af alvarlegum formanninum á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í vikunni hefur orðið að jarmi eða „meme“ eins og það er kallað sem virðist vera að slá í gegn hjá netverjum.
View this post on Instagram
„Þegar þú ferð í gegnum símann hans til að tékka hvort hann sé með einhverja aðra en sérð bara helling af gellum að hafna honum,“ stendur með myndinni.
Myndin var birt í morgun og hefur fengið þegar yfir 400 „likes“ á rúmlega einum og hálfum tíma.
„Í hugum margra er meme einkum brandarar, myndir eða myndbönd sem fljúga um netheima og er deilt áfram en í raun getur meme verið hvað það sem er hægt að herma eftir og þarf ekki endilega að vera fyndið,“ kemur fram á Vísindavefnum.