fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Þórunn Antonía óttast að þurfa að setja aðra fjölskyldu í sömu aðstæður og hún er í – „Ég hef reynt allt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 11:26

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir tekst á við mikla erfiðleika þessa stundina. Hún og börnin hennar tvö hafa verið á flakki í leit að húsnæði í margar vikur og hafa glímt við heilsuvanda vegna myglu sem var í leiguíbúð þeirra.

Hún óttast að þurfa að selja fasteign sem hún á í Hveragerði, þar sem búa tvær fjölskyldur með börn – önnur þeirra kom til landsins til að flýja stríðið í Úkraínu – og þar með setja fólkið í sömu stöðu og hún er í; á vergangi í leit að húsnæði.

Þessa dagana gista þau á hóteli en hún heldur fast í vonina að þessari þrautagöngu fari að ljúka. „Eftir árangurslausa íbúðarleit komum við aftur á hótel. Öll buguð af þreytu en hér er engin mygla eða sterkar ilmefnalyktir sem fara illa í okkur eftir mygluveikindin. Við erum með alla anga úti og ég er að skoða bæði leiguíbúðir [og að kaupa fasteign] og óska eftir að þessari þrautagöngu ljúki sem fyrst, svo við náum heilsu,“ segir hún á Instagram.

Hún deildi tilvísuninni: „I work hard because I can‘t afford not to. I have no one to fall back on. I am the back up.“

„Ég kem ekki frá peningum. Allt sem ég á hef ég unnið af mér rassgatið fyrir. Ég gæti ekki tengt meira við þetta kvót akkúrat núna og finnst ömurlegt að öll vinnan síðasta árs, sem átti að fara í að reyna rétta úr kútnum eftir covid, [hafi verið til einskins]. Öll giggin, vinnan dag og nótt. Ég meira að segja mætti upp á svið með opinn skurð, fimm dögum eftir kviðaholsspeglun því ég hafði ekkert val. Ég geri allt fyrir börnin og það þýðir að setja heilsuna í forgang,“ segir hún.

Þreytt á að berjast fyrir einhverju sem ætti að vera sjálfsagt

Þórunn Antonía gekkst undir aðgerð á kviðarholi í ágúst síðastliðnum til að fjarlægja samgróninga.

Sjá einnig: Þórunn Antonía nýkomin úr aðgerð – „Ég veit að þetta mun verða mikil lífsbjörg“

„Fréttin úr aðgerðinni var til dæmis mest lesna fréttin á einum miðli, og það er búið að semja við sjúkratryggingar um að greiða þessar lífsnauðsynlegu aðgerðir niður. Húrra og loksins. Ég vil fá lágmarksmannréttindi frá heilbrigðiskerfinu. Frá sjúkratryggingum. Shit, hvað ég er þreytt. Þreytt á að berjast fyrir einhverju sem ætti að vera sjálfsagt. Ég þurfti að vera að drepast úr verkjum í átta ár og borga manneskju 700 þúsund krónur til að fá loksins að heyra að ég hefði haft rétt fyrir mér og veita mér mannsæmandi aðhlynningu. Jón Ívar [læknir], ég er þakklát en vá hvað margar konur voru gaslýstar og taldar móðursjúkar áður en hann veitti þeim hjálp,“ segir hún og merkir Endó Ísland samtökin færslunni.

Söngkonan var greind með endómetríósu, sjúkdóm sem var áður þekktur sem legslímuflakk, í september síðastliðnum. Hún skrifaði færslu um það á Facebook á sínum tíma.

Miður sín að þurfa að setja annað fólk í sömu stöðu

Söngkonan birti aðra færslu í gærkvöldi þar sem hún sagðist miður sín að þurfa hugsanlega að selja fasteignina sína í Hveragerði og þar með setja fjölskyldu með þrjú lítil börn og úkraínska fjölskyldu, sem er að flýja stríðið, í sömu aðstæður og hún, á vergangi í húsnæðaleit.

„Í húsinu mínu í Hveragerði búa þrjú lítil börn og foreldrar þeirra sem voru eins og ég er núna örmagna af því að leita að húsnæði. Einnig býr þar úkraínsk fjölskylda sem er að flýja ólýsanlegar hörmungar sem ég hjálpaði að koma sér fyrir og reyndi að varpa skjaldborg í kringum þau með að tengja þau við samfélagið í Hveragerði sem sá til þess að þau fengu nauðsynjar, húsgögn og húsbúnað,“ sagði hún.

Þórunn auglýsti fyrst eftir íbúð í október í fyrra en ekkert hefur gengið.

„Ég hef reynt allt til að þurfa ekki að selja undan þeim og setja þau öll í stöðuna sem við erum í. Hvernig má það vera að þetta sé staðan. Heilu fjölskyldurnar á vergangi og finna ekki heimili. Það eiga allir að búa við öryggi og þá sérstaklega börn. Ég er að leita að hverju sem er. Auðvitað helst langtíma en einnig skammtíma og hvar sem er því ef ég neyðist til að selja þá tekur það tíma og ég hendi ekki fólki á götuna og við verðum að komast i húsnæði sem við náum heilsu og ró.“

Þórunn biður fylgjendur um að senda á hana allar ábendingar, einu skilyrðin sem hún setur er að það sé hvorki raki né mygluvandi í húsnæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“