fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Allt að verða vitlaust – Segja Miley vera að vísa í vandræðalegt viðtal með fyrrverandi

Fókus
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Miley Cyrus er að fara að gefa út nýja tónlist og hún virðist snúast um samband hennar og leikarans Liams Hemsworth.

Miley og Liam gengu í það heilaga árið 2018 eftir að hafa verið sundur og saman í tæpan áratug. Þau skildu árið 2019.

Í lok desember í fyrra byrjaði Miley að auglýsa nýja tónlist. „Nýtt ár, ný Miley,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus)

Miley ætlar að gefa út nýtt lag, „Flowers“, þann 13. janúar næstkomandi. Það hefur vakið talsverða athygli að Liam á afmæli sama dag.

Aðdáendur voru ekki lengi að bregðast við og benda á að lagatextinn virðist fjalla um sambandsslit þeirra.

En textinn er ekki það eina sem virðist vera um Liam. Aðdáendur segja söngkonuna vísa í vandræðalegt viðtal hennar og Liam frá árinu 2019 í stiklunni fyrir „Flowers“.

Árið 2019, þegar þau voru enn gift, gengu þau saman rauða dregilinn fyrir partý Vanity Fair. Access Hollywood tók við þau viðtal og úr því kom þessi vandræðalega klippa, sem má sjá hér að neðan, sem fór eins og eldur í sinu um netheima.

Nú telja netverjar hana vera að vísa í þetta viðtal í stuttu stiklunni fyrir „Flowers“, þar sem hún dansar sama dansinn og má heyra textann: „Ég get elskað mig betur en þú“ spilast á meðan.

Aðdáendur telja það nokkuð öruggt að nýja lagið muni fjalla um samband og skilnað þeirra og stendur Hollywood á öndinni eftir laginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum