fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

MGK bregst við færslu Megan Fox um að hún sé „í leit að kærustu“

Fókus
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 11:00

Megan Fox og Machine Gun Kelly.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox er í leit að kærustu.

Hún er trúlofuð tónlistarmanninum Machine Gun Kelly, þau hafa verið saman síðan í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022.

En Megan, 36 ára, virðist vera á höttunum eftir kærustu og sagðist vera að leita að slíkri í færslu á Instagram.

„Sendið inn umsóknir í skilaboðum,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

Fjölmargar konur buðu sig fram í að verða kærasta stjörnunnar. Margar þeirra sögðust meira að segja tilbúnar að yfirgefa núverandi maka.

Unnusti hennar virtist ekkert kippa sér upp við beiðni hennar og skrifaði við færsluna: „Ég held að þú getir ekki tekið á móti svona mörgum umsóknum.“

Megan er tvíkynhneigð og hefur verið opin um kynhneigð sína í genum árin.

Í viðtali við Esquire árið 2009 sagðist hún vera tvíkynhneigð en hræsnari. „Ég er líka hræsnari. Ég myndi aldrei deita tvíkynhneigða stelpu því það þýðir að hún sefur líka hjá karlmönnum, og karlmenn eru svo skítugir og ég vil aldrei sofa hjá stelpu sem hefur sofið hjá karlmanni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?