Einkaþjálfarinn Arnar Grant var mest gúglaði einstaklingurinn á Íslandi á síðasta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Google við vinnslu fréttarinnar eins og undanfarin ár.
Arnar Grant tengdist einu stærsta fréttamáli síðasta ár sem snerist um ásakanir áhrifavaldsins Vítalíu Lazarevu á hendur honum og þremur öðrum þjóðþekktum mönnum um kynferðisbrot í heitum potti í sumarbústað fyrir nokkrum árum.
Meðal vinsælustu leitarorðanna voru Orðla, apabóla, Verbúðin og Reykjavíkurmaraþonið.
Hægt er að sjá heildarlistann á RÚV.is.