fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Rétthermi eftir Sigurð Ámundason: Verðlaunalistaverk á auglýsingaskiltum

Fókus
Mánudaginn 2. janúar 2023 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og víða á höfuðborgarsvæðinu, efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Dagana 1.–3. janúar 2023 verður Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard um allt höfuðborgarsvæðið. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem valinn var úr hópi yfir 40 umsækjenda. Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern.

Listamaðurinn fær 1.000.000 kr greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard.

Verkið er nú sýnt á yfir 450 skjáum um alla borgina, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum (6x4m) við fjölfarnar götur. Sýningin hófst í gær (nyársdag), stendur yfir í dag og á morgun.

Valnefnd var skipuð skipuð fulltrúum frá Y galleríi, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM , þeim Sigurði Atla Sigurðssyni, Björk Hrafnsdóttur, Jóni Felix Sigurðssyni og Elísabetu Stefánsdóttur.

Sigurður lýsir verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“

Verkefnið er frábær vettvangur fyrir myndlist í  almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum