fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Ég held að sumar konur yrðu skelfingu lostnar ef þær vissu hvað eiginmenn þeirra eru að gera“

Fókus
Mánudaginn 2. janúar 2023 22:00

Mynd/mistress-star

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandy Star hafði verið einkaþjálfari í rétt tæpa tvo áratugi þegar hún ákvað að skipta alveg um gír. Í dag malar hún gull á því að vera drottnari, eða dominatrix.

Hún deilir sögu sinni með Metro.

„Ég hafði verið einkaþjálfari í næstum 18 ár en þegar ég kom aftur til Bretlands fyrir þremur árum eftir að hafa búið erlendis gat ég ekki fundið vinnu. Vinur minn stakk upp á því að ég gæti prófað webcamming – eða að framkvæma kynferðislega hluti fyrir framan myndavél og í gegnum streymi

Til að byrja með vissi ég ekki hvað þetta var svo ég lagðist í rannsóknarvinnu og fann stað til að byrja á“ 

Algengustu óskir skjólstæðinga

Sandy segir að hún hafi verið hálf smeyk að stíga þetta skref 44 ára gömul og þar að auki blönk og atvinnulaus. En hún hafði engu að tapa. Mánuði síðar var hún farin að þéna ágætlega en um það leyti fór fólk að spyrja hvort hún tæki að sér að vera drottnari eða dominatrix.

Hún skellti sér þá á námskeið og hóf svo að bjóða upp á slíka þjónustu. Hún segir að það hafi verið ógnvekjandi að taka það skref en hún hefur ekki séð eftir því.

Hún segir að oftast sé hún beðin um að „binda og stríða“ sem felst í því að hún bindur skjólstæðing og kemur fyrir augnbindi og stríðir þeim svo á munúðarfullan máta. Einnig er vinsælt að biðja um kynlíf með strap-on.

„Sumir menn eru hrifnir af því að láta leika við endaþarminn á sér en eru kannski of hræddir til að biðja konur sína að prófa þetta með þeim. Það er ákveðin skömm sem ríkir um þetta – menn vilja ekki spyrja því þeir vilja ekki vera álitnir samkynhneigðir. En þeir eru ekki samkynhneigðir – þeir vilja ekki hafa endaþarmsmök við karlmann þeir vilja það frá heitri konu. Þeir vilja sjá brjóstin mín, rassinn minn og líkamann.“ 

Flestir giftir menn

Aðrir karlmenn eigi erfitt með að sjá konur sínar fyrir sér í þessu hlutverki því þær séu til dæmis mæður barna þeirra.

„Menn eru meira þurfandi en við höldum að þeir séu og stundum finnst þeim þeir vanræktir. Konur geta líka misst sjálfstraustið eftir barnsburð og það getur verið turn-off.

Ég myndi giska á að 80 prósent skjólstæðinga minna séu giftir eða í samböndum. Ég held að sumar konur yrðu skelfingu lostnar ef þær vissu hvað sumir eiginmanna þeirra eru að gera.“

Sandy segir að sumir þeirra manna sem leiti til hennar segi að hún sé í raun að bjarga hjónaböndum þeirra.

„Ég er ekki viss um að konurnar þeirra myndu líta á það þannig þó að sumir segi mér að konurnar þeirra viti að þeir leiti til mín“ 

Sandy segist hafa það að reglu að spyrja skjólstæðinga ekki út í þeirra einkalíf, og að sama bragði deilir hún ekki sínu einkalífi með þeim. Mörkin þurfi að vera skýr.

Til hennar komi menn á öllum aldri, allt frá því að vera frekar ungir upp í það að vera á áttræðisaldri. Sjálf á Sandy son sem er fullorðinn og finnst henni því rangt að samþykkja að veita þjónustu til manna sem eru yngri en hann. Hún hefur því gert aldurinn 28 að lægsta viðmiði.

Eldri karlmenn séu þó bestu skjólstæðingarnir því þeir séu svo kurteisir.

Sandy segir að nú vilji hún leiðbeina öðrum konum sem hafi áhuga á að gerast drottnarar, það sé gífurlega valdeflandi og hægt að hafa mikinn pening upp úr því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone