fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Atvinnu-dómína deilir furðulegustu beiðnunum sem hún hefur fengið

Fókus
Sunnudaginn 31. júlí 2022 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fröken Lucilla byrjaði að leggja stund á BDSM árið 1999 og varð það upphafið að ferli hennar sem atvinnu dómína (e. dominatrix) sem er kona sem er í valdastöðu í ákveðnum aðstæðum eða kynferðislegri fantasíu.

„Við erum með karlkyns meistara í þessum iðnaði en dómína er konan sem er drottnari og stýrir ferðinni – svona „boss bitch“ ef svo mætti komast að orði,“ segir Lucilla í hlaðvarpinu I’ve Got News for You.

Lucilla útskýrir að þegar hún drottnar í hlutverki sínu sem dómína er það gert með öruggum hætti, með upplýstu samþykki, og þjónar þeim tilgangi að fullnægja fantasíum sem vanalega þættu tabú. „Við erum hér til að leiða þig í gegnum þetta ferli og þú ert hér til að þjást með réttum hætti.“

Lucilla útskýrir að þessar senur sem hún leiðir undirlægjur sínar í gegnum geti verið allskonar. Allt frá flengingum, blöðruhálskirtilsnudd, hesta-hlutverkaleikur, fullorðið barn og svo framvegis og framvegis.

„Þetta á að vera gaman, þetta á að vera innihaldsrík reynsla og hún á að hjálpa þér að læra hluti um sjálfan þig sem þú vissir ekki endilega að væru til staðar.“ 

Furðulegustu óskirnar

Mikið af því sem skjólstæðingar hennar biðja um er „hefðbundið“, svo sem að láta þrengja að öndunarvegi sínu, láta refsa sér, fá raflost eða skírlífisbelti. Hins vegar deilir Lucilla með hlustendum hlaðvarpsins furðulegum beiðnum sem hún hefur fengið inn á milli.

„Mannrán og yfirheyrsla var mjög vinsælt í New York þegar ég bjó þar í þrjú ár. Og þetta var alveg umfangsmikið. Einhver kom og bað mig um að fá einkaspæjara til að elta þau í sólarhring til að safna upplýsingum. Ég fékk hjólreiðaklúbbs-vini til að sækja skjólstæðinginn á tilteknum stað og fara með í vöruhús og tuska hann aðeins til.“

Þetta hafi allt verið hlut af eins konar forleik og aðeins eftir þennan flókna og ítarlega forleik gat unaðurinn við fantasíuna hafist.

„Þá var komið að mér að stýra yfirheyrslu.. færa þig inn í dýflissuna og svo binda þig og nota svipaða aðferðafræði og FBI eða MI6 myndu nota til að yfirheyra þig þar til þú brotnar og uppljóstrar leyndarmáli eða svari.“ 

Lucilla segir að skjólstæðingar hafi sagt henni að yfirheyrslustíll hennar sé mjög trúverðuglegur.

Furðulegast beiðnin sem hún hafi fengið sé þó líklega ein sem krafðist þess að hún kafaði ofan í ógeðfelldustu atburði sögunnar.

„Það var ein beiðni sem var trúarlegs eðlis og mjög svo tabú og tengdist nasisma. Og ég hafði aldrei lent í þessu áður og þetta kom frá aðila sem var strangtrúaður gyðingur. Ég ætla ekki út í smáatriðin sem fólust í þessu þar sem það er líklega ekki öruggt að opna sig um það á nokkrum vettvangi – en ég hef ekki þurft að gera þetta aftur.“ 

Aukinn áhugi á BDSM eftir COVID

Lucilla segir að áhugi á BDSM hafi aukist nýlega, sérstaklega í kjölfar faraldurs COVID-19.

„Það er eins konar kynferðisleg-endurreisn að eiga sér stað, sérstaklega eftir Covid þar sem við vorum í útgöngubanni svo lengi,“ sagði Lucilla sem er áströlsk.

„Allir hafa gert sér grein fyrir að tíminn flýgur hratt og að hann er dýrmætur. Við þurfum að lifa lífinu eins og við viljum – svo ég er að sjá mikið af fólki sem er að láta verða af hlutum sem hafa verið á fötulistanum [e. bucket list] sem þau hefðu líklega aldrei látið verða af fyrir covid.“

Lucilla segir að jákvæðni nútímasamfélagsins í garð kynlífs og kynhegðunar þýði að nú séu skjólstæðingar hennar á öllum aldri, kynþáttum, kynhneigðum og svo framvegis sem sé ólíkt þeim steríótýpum sem leiti til dómínur í kvikmyndum.

Ólíkt því sem margir halda þá snúist BDSM ekki um grimmd eða pyntingar heldur er þetta leikur þar sem öryggi og samþykki er í forgrunni. Hún taki á móti skjólstæðingum sínum án fordóma og án þess að dæma.

„Mér finnst mikilvægast að þú mætir og að við komumst að því hver þín mörk eru, hverju þú vilt ná fram og hvers vegna. Hvað þú hefur gert áður og hvers vegna þú ert kominn til mín og svo að ræða eða semja um samþykki sem er aðalatriðið í því sem við gerum, því ég mun ekki gera neitt án samþykkis og gef þér möguleikann á öryggisorði, fræðslu um hvernig á að nota það og svo öryggið til að nota öryggisorðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“