fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þorvaldur Davíð um leiklistarpásuna – „Ég var búinn að missa þann neista sem þarf til að skapa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. desember 2022 13:30

Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Davíð Kristjánsson kemur endurnærður til baka eftir tveggja ára leiklistarpásu. Hann greindi frá þessu í útvarpsþættinum Ísland vaknar í morgun.

Þorvaldur Davíð var nýlega valinn í evrópska Shooting Stars hópinn fyrir árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur.

Leikarinn sagði í viðtalinu að hann væri að koma endurnærður til baka eftir pásuna, sem var nauðsynleg.

„Ég er búin að leika síðan ég var 10 ára. Ég varð að breyta. Var orðinn þreyttur og vildi gera eitthvað annað. Ég gerði það og er endurnærður núna,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið neistann á ný.

„Ég þurfti að finna það. Þegar maður er í svona sköpun, finnst mér, þá þarf maður að vera þar heils hugar. Allur. Ef þú ert það ekki þá hefur þú í raun ekki rétt á að gera það. Ég var búinn að missa þann neista sem þarf til að skapa. Þannig að ég ákvað að fara aðeins út úr þessu.“

Farsæll leikari

Þorvaldur Davíð hefur getið sér gott orð sem leikari um árabil. Hann lærði við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York og útskrifaðist árið 2011. Ári seinna fór hann með aðalhlutverk í vinsælu kvikmyndinni Svartur á leik og var tilnefndur til Edduverðlauna. Árið 2020 hlaut hann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ráðherrann. Hann hefur einnig hlotið mikið lof sem sviðsleikari. Hann var tilnefndur til Grímuverðlauna árið 2014.

Leikarinn ástsæli fer með hlutverk Bjarna í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu sem kom út í byrjun september 2022 og hefur hlotið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?