fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Segir að Disney hafi næstum því rekið hana fyrir þessa mynd þegar hún var 14 ára

Fókus
Föstudaginn 30. desember 2022 08:59

Bella Thorne. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Bella Thorne segir að hún hafi næstum því verið rekin frá Disney þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir að klæðast bikiníi á ströndinni.

Bella er fyrrverandi barnastjarna og lék í mörgum þáttum og myndum á Disney. Árið 2019 prófaði hún sig áfram í leikstjórn og leikstýrði klámmynd fyrir PornHub. Árið 2020 stofnaði hún OnlyFans-síðu.

Í hlaðvarpinu High Low í umsjón fyrirsætunnar Emily Ratajkwowski segir Bella frá því þegar hún var næstum látin fara frá sjónvarpsstöðinni.

„Ég var næstum rekin frá Disney því ég var fjórtán ára og var í bikiníi á ströndinni,“ sagði Bella.

„Stílistinn sem ég var með setti þessa keðju á mig, svona skraut keðju? Ég veit ekki! Mér er alveg sama. En það var aðdáandi sem tók mynd af mér á ströndinni og ég var næstum því rekin. Þetta var í öllum fjölmiðlum, og yfirskriftin var: „Hvernig vogar þessi litla stelpa sér að gera þetta. Þetta er ógeðslegt.““

Umrædd mynd.

Bella lék í þáttunum Shake It Up ásamt Zendayu á Disney. Þættirnir hófu göngu sína árið 2010, þegar hún var aðeins 13 ára gömul, og síðasti þátturinn fór í loftið árið 2013.

Leikkonan, sem er í dag 25 ára, segir að í kjölfarið hafi Disney verið „undir pressu að reka mig, en augljóslega ráku þau mig ekki.“

„Þau hjá Disney sögðu: „Hey, við erum að fá mikinn skít út af þessu. Allir eru að fá mikinn skít því þú varst í bikiníi á ströndinni, þú þarft að passa þig að vera næst í strákastuttbuxum og víðum stuttermabol þegar þú ferð á ströndina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum